fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Talskona Biden lofar „sannleika og gegnsæi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 22:00

Jen Psaki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, hefur í hyggju að hafa daglega fréttamannafundi og veita reglulega upplýsingar um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hvíta húsið lofar einnig „sannleika og gagnsæi“ í samskiptum sínum út á við.

Þetta sagði Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gærkvöldi, þeim fyrsta eftir að Biden tók við embætti.

„Þegar forsetinn bað mig um að taka þetta starf að mér ræddum við um mikilvægi þess að koma aftur með sannleika og gagnsæi hingað í fundaraðstöðuna,“ sagði hún. Hún sagði einnig að það muni koma tímar þar sem ósætti kemur upp á fréttamannafundunum og það „er í lagi. Það er partur af lýðræðinu,“ sagði hún.

Hvíta húsið ætlar einnig að taka aftur upp reglulega stöðufundi um kórónuveirufaraldurinn og Psaki mun mæta á fréttamannafundi alla virka daga. „Ég er ekki skrímsli,“ sagði hún.

Áður en Donald Trump var kjörinn forseti var venjan að daglegir fréttamannafundir færu fram í Hvíta húsinu en það breyttist í tíð Trump og þeir voru haldnir óreglulega og um hríð féllu þeir alveg niður.

Stephanie Grisham, ein af fjórum fjölmiðlafulltrúum Hvíta hússins í valdatíð Trump, hélt til dæmis ekki einn einasta fréttamannafundi á þeim tíu mánuðum sem hún gegndi embættinu.

Trump og stjórn hans voru oft gagnrýnd fyrir að segja ósatt og setja fram staðlausar fullyrðingar.  Oft kom til deilna á milli fréttamanna og talsmanna Trump og fjölmiðlar á borð við CNN og The New York Times urðu að lokum opinberlega andstæðingar Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu