fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 07:55

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, sem lætur af forsetaembætti í Bandaríkjunum í dag, hefur síðustu daga rætt við samstarfsfólk sitt og stuðningsfólk um að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann er sagður hafa rætt þetta við marga aðstoðarmenn sína og aðra sem standa honum nærri. Forsetinn er sagður vilja kalla flokkinn „Patriot Party“ (Flokkur föðurlandsvina).

Wall Street Journal skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta vilji Trump gera til að tryggja áframhaldandi pólitísk áhrif sín eftir að hann yfirgefur Hvíta húsið í dag. Hann hefur heldur átt undir högg að sækja innan Repúblikanaflokksins síðustu daga eftir að stuðningsmenn hans réðust á þinghúsið í Washington 6. þessa mánaðar.

Trump hefur átt í deilum við suma af leiðtogum Repúblikanaflokksins að undanförnu og í gær bættist Micth McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Trump opinberlega vegna árásarinnar á þinghúsið. Hann sagði að Trump ætti að skammast sín fyrir að hafa hvatt til árásarinnar.

Talsmenn Hvíta hússins vildu ekki tjá sig um hugmyndir Trump um stofnun nýs flokks þegar Wall Street Journal leitaði eftir svörum. Blaðið segir óljóst hversu mikil alvara sé að baki þessum hugmyndum Trump en stofnun flokks myndi kalla á að hann eyði miklum tíma í verkefnið og fjármunum. Hann á auðvitað stóran hóp stuðningsmanna sem virðast fylgja honum í einu og öllu en margir þeirra voru ekki í Repúblikanaflokknum áður en Trump var útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim