fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 18:25

Kórónuveiran hefur lagst á heimsbyggðina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Kínverjar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefðu getað brugðist fyrr við til að reyna að koma í veg fyrir þær miklu hörmungar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar er. Þetta hefði þurft að gera um leið og faraldurinn fór að láta á sér kræla. Þetta er niðurstaða óháðrar sérfræðinganefndar sem hefur skoðað upphaf faraldursins í Kína.

Í skýrslu nefndarinnar segir að þegar horft er til baka sé greinilegt að fjöldi smita, á upphafsdögum faraldursins, var meiri en tilkynnt var. „Að miklu leyti falinn faraldur bætti á alþjóðlega útbreiðslu hans,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Það eru Helen Clark, fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Ellen Johnson Sirleaf, fyrrum forseti Líberíu, sem fara fyrir nefndinni.

Að mati nefndarinnar var mögulegt að bregðast hraðar við „skýrum merkjum“. Fram kemur að ekki liggi fyrir af hverju neyðarnefnd WHO hafi ekki fundað fyrr en 22. janúar 2020 vegna málsins. Einnig furðar nefndin sig á að WHO hafi ekki lýst því yfir fyrr en 30. janúar 2020 að um alþjóðlegt heilbrigðisvandamál væri að ræða. WHO notaði síðan ekki orðið faraldur fyrr en 11. mars 2020.

Nefndin segir einnig að grípa hefði átt til þeirra aðgerða, sem gripið var til í mörgum ríkjum vorið 2020, alls staðar þar sem hætta var á smiti.

WHO hefur áður verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki lýst kórónuveirufaraldurinn sem alþjóðlega heilsufarsógn nægilega snemma. Sagt hefur verið að WHO hefði átt að útskýra hættuna sem stafaði af veirunni og mæla með notkun andlitsgríma.

Veiran uppgötvaðist fyrst í milljónaborginni Wuhan í Kína í desember 2019. Hún barst síðan út um allan heim og hefur nú orðið að minnsta kosti tveimur milljónum manna að bana og um 100 milljónir hafa smitast af henni svo staðfest hefur verið. Flestir sérfræðingar eru þó sammála um að mun fleiri hafi smitast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga