fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

WHO segir ósanngjarna skiptingu bóluefna lengja heimsfaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 05:09

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, segir að heimurinn sé á barmi „hörmulegra siðferðislegra mistaka“ hvað varðar skiptingu bóluefnis gegn kórónuveirunni. Hann hvetur til þess að bóluefnunum verði skipt á sanngjarnari hátt á milli ríkja heims.

„Þessi „ég fyrst“ hugsun setur fátækustu og viðkvæmustu löndin í mikla hættu og grefur undan aðgerðum okkar allra,“ sagði hann við setningu árlegs stjórnarfundar stofnunarinnar í gær. Hann sagði að þetta muni á endanum verða til þess að lengja faraldurinn.

Ákallinu um réttlátari skiptingu bóluefna er beint bæði til ríkisstjórna heimsins og framleiðenda bóluefnanna.

Hann sagði að á síðasta ári hafi verið skrifað undir 44 tvíhliða samninga um bóluefni en á þessu ári séu þeir orðnir 12. Þetta sagði hann geta haft í för með sér að tafir verði á afhendingu bóluefna til fátækari ríkja. Það sé að verða til markaður ringulreiðar þar sem bóluefni eru hömstruð og það veldur síðan truflunum á samfélagslega sviðinu og því efnahagslega.

Aukið kapp hefur færst í baráttuna um bóluefnin eftir að nokkur enn meira smitandi afbrigði veirunnar greindust.

Tedros tók sem dæmi um óréttlætið að í 49 ríkum iðnaðarríkjum hafi rúmlega 39 milljónum skömmtum af bóluefnum verið dreift til þessa en á sama tíma hafi í einu af fátæku ríkjunum aðeins 25 skömmtum verið dreift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli