fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

„Ef Evrópa heldur að innflytjendur séu vandamál núna – bíðið þar til eftir 20 ár“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 06:58

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vel þekkt að fólk reyni að komast til Vesturlanda í von um betra líf. Það eru yfirleitt pólitískar eða efnahagslegar ástæður sem hrekja fólkið að heiman í leit að betra lífi. En nú eru loftmengun og loftslagsbreytingar einnig að verða stór orsök fyrir því að fólk flytur sig um set.

The Guardian skýrir frá þessu. „Tengslin á milli búferlaflutninga og eyðileggingar umhverfisins eru mjög greinileg. Samfara því að hlutar jarðarinnar verða óbyggilegir munu fjöldaflutningar verða normið. Við getum enn náð að stöðva þessar mannlegu hörmungar en það krefst þess að þjóðarleiðtogar grípi til aðgerða núna,“ sagði Sailesh Mehta, einn fremsti lögmaður Bretlands á sviði umhverfismála.

Spádómur hans kemur í kjölfar dóms, sem var kveðinn upp í síðustu viku af frönskum dómstól. Samkvæmt dómnum má ekki vísa fertugum astmasjúklingi frá Bangladess úr landi því vegna mikillar loftmengunar í Bangladess á hann á hættu að deyja ótímabærum dauða. Landið er í 179. sæti, á lista Yale– og Columbia-háskólanna, yfir loftgæði í ríkjum heims.

David Boyd, sérfræðingur hjá SÞ í mannréttinda- og umhverfismálum, sagðist í samtali við The Guardian vera sammála Mehta. „Loftmengun verður 7 milljónum manna að bana um allan heim árlega. Þess vegna er skiljanlegt að fólk leiti til landa þar sem loftið er hreinna. Loftmengun er alþjóðlegt heilbrigðisvandamál sem er ekki veitt nægileg athygli,“ sagði hann.

Stephen Cheney, fyrrum yfirmaður í Bandaríkjaher og nú sérfræðingur í öryggismálum í tengslum við loftslagsbreytingarnar, tók í sama streng: „Ef Evrópa heldur að innflytjendur séu vandamál núna – bíðið þar til eftir 20 ár. Bíðið þar til loftslagsbreytingarnar hrekja fólk frá Afríku, sérstaklega Sahel-svæðinu. Það horfir ekki suður eftir Afríku, það leitar yfir Miðjarðarhaf og þetta eru 20 milljónir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð