fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Fundu kórónuveiruna í ís

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 07:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Tianjin í Kína segjast hafa fundið kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í þremur sýnum af ís. Yfirvöld reyna nú að hafa upp á fólki sem gæti hafa komist í snertingu við ísinn en hann var framleiddur hjá Tianjin Daqiaodao Food Company.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að búið sé að stöðva dreifingu á vörum frá verksmiðjunni. Á meðal þeirra hráefna sem fyrirtækið notaði við framleiðslu íssins voru mjólkurduft frá Nýja-Sjálandi og mysuduft frá Úkraínu.

Sky News hefur eftir Stephen Griffin, veirufræðingi við University of Leeds, að ekki þyrfti að örvænta vegna þessara frétta. „Það er líklegt að þetta hafi borist úr manneskju og án þess að vita allt um þetta í smáatriðum þá tel ég líklegt að þetta sé einangrað tilfelli.“

Hann sagði jafnframt að auðvitað væri ekki ásættanlegt að veiran hafi borist í ísinn og það sé auðvitað áhyggjuefni en líklega sé þetta tengt verksmiðjunni sjálfri og hreinlæti í henni. Hann sagði að kuldinn, sem ísinn var geymdur í, og það að hann innihaldi fitu geti skýrt af hverju veiran lifði af. „Við þurfum líklega ekki að óttast að sérhver ísbiti innihaldi skyndilega kórónuveiruna,“ sagði hann.

Allir 1.662 starfsmenn verksmiðjunnar voru settir í sóttkví og sýni tekin úr þeim.

Yfirvöld segja að verksmiðjan hafi framleitt 4,836 kassa af ís með kórónuveiru. 2.089 þeirra voru enn í verksmiðjunni þegar smitið uppgötvaðist. Af þeim 2.747 kössum, sem höfðu verið sendir út á markaðinn, voru 935 í Tianjin og 65 höfðu verið seldir á mörkuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá