Þetta kemur fram í gögnum frá The National Institute of Water and Atmospheric Research (Niwa). Stofnunin segir að það verði sífellt algengara að hitinn sé yfir meðallagi. Á landsvísu var meðalhitinn á síðasta ári 13,24 gráður. Hlýjasta ár sögunnar var 2016 en þá var meðalhiti ársins 13,45 gráður eða 0,84 gráðum hærri en meðalhiti áranna 1981-2000.
Chris Brandolino, aðalvísindamaður spásviðs Niwa, segir að loftslagsbreytingarnar auki áhrif veðurkerf á borð við el Nino og stóra veðuratburði á borð við mikla rigningu, langvarandi þurrka og hitabylgjur enn verri. „Sex af átta hlýjustu árunum hafa verið frá 2013 – þetta helst í hendur við loftslagsbreytingarnar,“ hefur The Guardian eftir honum. Hann sagði jafnframt að nú væru 47 mánuðir síðan meðalhiti eins mánaðar hafi verið undir meðallagi.