fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

COVID-19 hefur mikil áhrif á starfsfólk á gjörgæsludeildum – Helmingurinn hefur leitað í áfengi eða haft sjálfsvígshugsanir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 13:55

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega helmingur starfsfólks á gjörgæsludeildum hefur leitað í áfengi eða glímt við sjálfsvígshugsanir eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að 45% þess starfsfólks á gjörgæsludeildum sem tók þátt í rannsókninni hafi náð læknisfræðilegum viðmiðum þess að glíma við áfallastreituröskun, mikinn kvíða eða þunglyndi og ofneyslu áfengis.

13% sögðust hafa glímt við endurteknar hugsanir um að þeir væru „betur komnir dánir“ eða um að skaða sjálfa sig á undanförnum tveimur vikum.

Rannsóknin, sem hefur verið birt í Occupational Medicine journal, náði til 709 heilbrigðisstarfsmanna á 9 gjörgæsludeildum víða um England í júní og júlí 2020. Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd.

Niðurstöður hennar benda einnig til að andleg líðan hjúkrunarfræðinga hafi verið verri en andleg líðan lækna í fyrstu bylgju faraldursins. Neil Greenberg, prófessor og aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að þessi andlegu áhrif faraldursins á starfsfólk gjörgæsludeilda séu „mjög líkleg til að skaða getu þeirra til að veita umönnun í hæsta gæðaflokki“. Hann sagði að há dánartíðni af völdum COVID-19 og áskoranir í tengslum við samskipti við ættingja hinna látnu og umönnun sjúklinga á lokaspretti lífsins, vegna takmarkana á heimsóknum á sjúkrahúsin, hafi verið meðal þess sem hafði mest áhrif á starfsfólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga