fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Pressan

Það er hugsanlegt að ná tökum á hlýnun jarðar ef við komum losun gróðurhúsalofttegunda niður í núll

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 15:00

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður hugsanlega hægt að forða miklum hörmungum í loftslagsmálum ef mannkyninu tekst að koma losun gróðurhúsalofttegunda niður í núll, það er að segja að jafna út það magn sem er losað út í andrúmsloftið og það sem fer úr því.

Lengi vel var talið að hlýnun jarðarinnar myndi halda áfram í nokkrar kynslóðir, jafnvel þótt það tækist að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú telja vísindamenn að ef okkur tekst að koma losuninni niður í núll þá muni hlýnunin ná jafnvægi á nokkrum áratugum.

Rúmlega 100 ríki hafa heitið því að vera búin að gera losun sína hlutlausa fyrir 2050. Þá eiga þau ekki að losa meira koldíoxíð út í andrúmsloftið en er tekið úr því, til dæmis með því að rækta upp skóga. Meðal þeirra sem hafa heitið þessu eru Bretland, Japan og Evrópusambandið og Bandaríkin munu fljótlega bætast í þennan hóp en Joe Biden, verðandi forseti, hefur heitið því. The Guardian skýrir frá þessu.

Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Pennsylvania State háskólann, segir að ef þetta markmið náist á heimsvísu muni yfirborðshiti hætta að hækka og hækkun meðalhita muni stöðvast á nokkrum áratugum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans
Pressan
Í gær

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
Pressan
Í gær

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn
Pressan
Í gær

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fækkun morða með skotvopnum í Svíþjóð – „Það eru einfaldlega miklu færri til að skjóta til bana“

Mikil fækkun morða með skotvopnum í Svíþjóð – „Það eru einfaldlega miklu færri til að skjóta til bana“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri