fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Saka forseta Hondúras um að hafa komið að fíkniefnasmygli til Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 18:01

Juan Orlando Hernandez. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum segja að Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hafi aðstoðað meinta fíkniefnasmyglara við að smygla mörgum tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Fyrir þetta hafi hann fengið háar fjárhæðir. Hernández vísaði þessu á bug og sagði þetta ekki eiga við nein rök að styðjast.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að saksóknarar í New York hafi nýlega lagt fram gögn fyrir dómi í máli Geovanny Funetes Ramirez sem er grunaður um fíkniefnasmygl. Meðal þessara gagna er framburður vitna um samninga og samskipti Ramirez og Hernández á árunum 2013 og 2014.

Forsetinn er þó ekki nefndur beint á nafn, aðeins er vísað til hans sem CC-4 en nákvæmar lýsingar á forsetaframboði hans fylgja og bróðir hans er nafngreindur svo ekki er erfitt að lesa hver á í hlut.

Hernández hefur ekki verið kærður vegna málsins. Fyrir tveimur árum staðfesti hann að hann væri til rannsóknar hjá bandarísku fíkniefnalögreglunni. Hann hefur alla tíð neitað öllum ásökunum um að hafa komið nálægt fíkniefnasmygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“