fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Vonast til að nýtt bóluefni verði tilbúið í mars – Bara ein sprauta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 05:41

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson vonast til að bóluefni þess gegn kórónuveirunni verði tilbúið til notkunar í mars. Segir fyrirtækið að tilraunir með það hafi sýnt að virkni þess sé rúmlega 80%. Bóluefnið ef frábrugðið bóluefnunum frá Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca að því leyti að það þarf aðeins að gefa það einu sinni.

Yfirvísindamaður fyrirtækisins, Paul Stoffels, segist reikna með að fyrirtækið verði tilbúið með öll gögn um virkni bóluefnisins í lok janúar eða byrjun febrúar og þá verði hægt að sækja um heimild til notkunar þess. Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að Stoffels hafi sagt á þriðjudaginn að fyrirtækið vænti þess að geta framleitt einn milljarð skammta af bóluefninu á þessu ári en verið sé að efla framleiðslugetu þess þessa dagana.

Hann sagði að of snemmt væri að spá fyrir um hversu margir skammtar verði tilbúnir í mars þegar bandaríska lyfjastofnunin veitir hugsanlega leyfi fyrir notkun þess.

The New York Times skýrði nýlega frá því að Johnson & Johnson glími við tafir í framleiðslu og það gæti haft áhrif á hversu marga skammta af bóluefninu fyrirtækið geti afgreitt á árinu. „Við stefnum á einn milljarð skammta á árinu 2021. Ef miðað er við einn skammt þá dugir það fyrir einn milljarð manna,“ sagði Stoffels.

Bóluefni fyrirtækisins er framleitt í Bandaríkjunum, Evrópu, Suður-Afríku og Indlandi í samstarfi við önnur lyfjafyrirtæki. Það er gert til að auka framleiðslugetuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi