fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Milljarðamæringur kemst ekki inn á reikninginn sinn – 27 milljarðar inni á honum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 05:30

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust lent í því að gleyma lykilorði að heimabankanum sínum, tölvupóstinum eða einhverju öðru. Yfirleitt er nú hægt að bjarga málunum en það gæti reynst erfitt fyrir Stefan Thomas, frá San Fransisco, sem er búinn að gleyma lykilorðinu sínu að Bitcoin-reikningnum sínum. Það er ekki neitt gamanmál fyrir hann því inni á reikningnum eru 220 milljónir dollara en það svarar til um 27 milljarða íslenskra króna.

New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir Thomas að hann hafi týnt blaði sem hann hafði skrifað lykilorðið að IronKey, sem er drif sem hann geymir lykilorðið að reikningnum hans þar sem eru 7.200 Bitcoin, fyrir nokkrum árum. IronKey virkar þannig að þegar búið er að slá rangt lykilorð inn tíu sinnum læsist það að eilífu.

„Ég hef legið uppi í rúmi og hugsað um þetta. Síðan hef ég farið fram úr og sest við tölvuna með nýja áætlun sem hefur ekki virkað og þá hef ég fyllst örvæntingu á nýjan leik,“ sagði hann.

Hann er ekki eini eigandi Bitcoin sem hefur lent í þessu. Hjá fyrirtækinu Chainanalysis, sem sérhæfir sig í gögnum um rafmyntir, fékk New York Times þær uplýsingar að svo virðist sem um 20%, af þeim 18,5 milljónum Bitcoin sem til eru, séu á læstum eða týndum reikningum. Verðmæti þeirra svarar til um 140 milljarða dollara.

Thomas segist hafa komið IronKey fyrir á öruggum stað þar sem hann verði geymdur þar til sérfræðingum tekst að finna leið til að leysa flókin lykilorð. „Ég er kominn á þann stað að ég segi við sjálfan mig: „Láttu þetta vera í fortíðinni til að vernda andlega heilsu þína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað