fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Milljarðamæringur kemst ekki inn á reikninginn sinn – 27 milljarðar inni á honum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 05:30

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust lent í því að gleyma lykilorði að heimabankanum sínum, tölvupóstinum eða einhverju öðru. Yfirleitt er nú hægt að bjarga málunum en það gæti reynst erfitt fyrir Stefan Thomas, frá San Fransisco, sem er búinn að gleyma lykilorðinu sínu að Bitcoin-reikningnum sínum. Það er ekki neitt gamanmál fyrir hann því inni á reikningnum eru 220 milljónir dollara en það svarar til um 27 milljarða íslenskra króna.

New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir Thomas að hann hafi týnt blaði sem hann hafði skrifað lykilorðið að IronKey, sem er drif sem hann geymir lykilorðið að reikningnum hans þar sem eru 7.200 Bitcoin, fyrir nokkrum árum. IronKey virkar þannig að þegar búið er að slá rangt lykilorð inn tíu sinnum læsist það að eilífu.

„Ég hef legið uppi í rúmi og hugsað um þetta. Síðan hef ég farið fram úr og sest við tölvuna með nýja áætlun sem hefur ekki virkað og þá hef ég fyllst örvæntingu á nýjan leik,“ sagði hann.

Hann er ekki eini eigandi Bitcoin sem hefur lent í þessu. Hjá fyrirtækinu Chainanalysis, sem sérhæfir sig í gögnum um rafmyntir, fékk New York Times þær uplýsingar að svo virðist sem um 20%, af þeim 18,5 milljónum Bitcoin sem til eru, séu á læstum eða týndum reikningum. Verðmæti þeirra svarar til um 140 milljarða dollara.

Thomas segist hafa komið IronKey fyrir á öruggum stað þar sem hann verði geymdur þar til sérfræðingum tekst að finna leið til að leysa flókin lykilorð. „Ég er kominn á þann stað að ég segi við sjálfan mig: „Láttu þetta vera í fortíðinni til að vernda andlega heilsu þína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“