The Telegraph skýrir frá þessu. frá því á sjöunda áratugnum hefur verið hægt að mæla snúning jarðarinnar og þar með lengd dagsins. Stysti dagurinn, sem mælst hafði þar til á síðasta ári, var 2005 en það met var slegið 28 sinnum á síðasta ári. Að meðaltali var hver dagur 0,5 millisekúndum styttri en venja er.
19. júlí 2020 er nú stysti dagurinn sem mælst hefur frá upphafi en þennan dag tók það jörðina 1,4602 millisekúndum skemmri tíma að snúast um sig en venjulega en það tekur að öllu jöfnu 86.400 sekúndur.
Síðasta ár sker sig úr því árin á undan hafði heldur hægt á snúningnum. Það varð til þess að nokkrum sinnum þurfti að bæta einni sekúndu við tímaútreikninga til að tryggja að úrin okkar séu í samræmi við snúninginn. The Telegraph hefur eftir Whibberley að hugsanlega þurfi að taka eina sekúndu af í framtíðinni ef snúningshraðinn heldur áfram að aukast.