fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Umfangsmestu réttarhöld síðari tíma yfir ítölskum mafíósum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 07:00

Þessi sérhannaði réttarsalur verður notaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófust umfangsmestu réttarhöld síðari tíma yfir ítölskum mafíósum. 355 eru ákærðir en allt eru þetta félagar í Ndrangheta sem er valdamesta mafían á Ítalíu. Búið er að útbúa sérstakan réttarsal í Calabria.

Meðal hinna ákærðu eru stjórnmálamenn, embættismenn og fólk úr viðskiptalífinu. Flestir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á Ítalíu og nokkrum öðrum löndum í desember 2019.

Meðal ákæruatriða eru morð og morðtilraunir, fjárkúganir, fíkniefnabrot, misnotkun opinberra embætta, innheimta okurvaxta og aðild að skipulögðum glæpasamtökum. Reiknað er með að réttarhöldin standi yfir í tvö ár. Um 400 lögmenn hafa því væntanlega nóg að gera næstu tvö árin.

Nú þegar er búið að kalla um 900 vitni fyrir dóminn en reiknað er með að 58 þeirra muni draga að sér sérstaka athygli. Þetta eru fyrrum félagar í mafíunni sem ætla að brjóta þagnareið hennar, svokallað „omerta“.

Ndrangheta eru lausleg samtök mörg hundruð fjölskyldna sem hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Áhrif samtakanna eru mikil í öllu Calabria héraði. Þegar nýrra félaga er aflað koma þeir úr einhverjum af þessum fjölskyldum og það er mjög áhrifaríkt því blóðböndin styrkja þagnareiðinn umtalsvert og koma frekar í veg fyrir að meðlimir leysi frá skjóðunni við yfirvöld. Meðal ábatasömustu „atvinnugreina“ Ndrangheta eru fjárkúganir, smygl á fólki og smygl á kókaíni frá Suður-Ameríku.

Flestir hinna ákærðu eru úr sömu fjölskyldunni, Mancuso-fjölskyldunni, eða tengjast henni nánum böndum. Meðal hinna ákærðu er Luigi Mancuso, einn af leiðtogum fjölskyldunnar. Hann hefur áður setið 20 ár í fangelsi og á nú á hættu að enda aftur þar.

Saksóknarinn í málinu er Nicola Gratteri, 62 ára, sem er þekktasti saksóknarinn í mafíumálum. Hún hefur notið öflugrar lögregluverndar síðustu 30 árin vegna starfa sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Pressan
Í gær

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast