fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Tjáði sig um árásina á þinghúsið – „Ég held að fólki bregði“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 05:06

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld rannsaka nú árásina á þinghúsið í Washington í síðustu viku af miklum krafti. Við þinghúsið fundust sprengjur, táragasi var beitt gegn lögreglumönnum og múgur réðst inn í þinghúsið. Fimm létust í árásinni, þar af einn lögreglumaður. Steven D‘Antuono, yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Wahsington D.C. og Michael Sherwin, ríkissaksóknari, segja að árásin hafi verið svo hræðileg að lögreglan hafi nánast aldrei séð neitt þessu líkt.

Þeir héldu fréttamannafund á þriðjudagskvöldið og ræddu um rannsókn málsins. Frá því að árásin var gerð hafa FBI og ríkissaksóknarinn hafið rannsókn á tengslum 170 manns við árásina og 70 hafa þegar verið ákærðir. Lögreglan hefur fengið rúmlega 100.000 vísbendingar, ljósmyndir og myndbandsupptökur frá almenningi. En allt þetta er bara upphafið á rannsókninni.

„Ég held að umfang þessarar rannsóknar sé fordæmalaust, ekki bara í sögu FBI, heldur einnig í sögu dómsmálaráðuneytisins,“ sagði Sherwin.

Fram kom að þinghúsið og nánast allt svæðið í kringum það sé hluti af brotavettvanginum. Rannsókninni lýkur ekki á næstunni og munu margir mánuðir líða þar til henni verður lokið.

Sherwin sagði að um mörg brot væri að ræða sem væru til rannsóknar, allt frá póstþjófnaði, árásum á lögreglumenn, þjófnaði á ríkisleyndarmálum til morða og manndrápa. „Þetta nær yfir óskiljanlega margt,“ sagði Sherwin.

FBI er nú að rannsaka mörg mál er tengjast samsæri og hvatningu til uppreisnar. Allt að 20 ára fangelsi liggur við slíkum brotum. „Ég held að fólki bregði yfir því sem gerðist þarna inni,“ sagði Sherwin um atburðina í þinghúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga