fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Svíar gefa út frímerki með Gretu Thunberg

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 08:00

Greta Thunberg að mótmæla. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska póstþjónustan, PostNord, gefur í dag út frímerki sem mynd af umhverfisverndarsinnanum og baráttukonunni Gretu Thunberg prýðir. Á merkinu stendur hún á kletti og horfir á fugl. Merkið er hluti af útgáfuröð sem er helguð umhverfinu og náttúruvernd.

Greta hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína varðandi loftslagsmál en hún varð nýlega 18 ára en hefur verið í kastljósi fjölmiðla árum saman.

Það var Henning Trollbäck, grafískur hönnuður, sem hannaði merkið. Stina Olofsdotter, yfirmaður frímerkjadeildar PostNord, segir að Greta eigi skilið að fá sinn sess á frímerki vegna baráttu hennar. Hún sagði að hönnun merkisins eigi að endurspegla samtímann og þau umhverfisvandamál sem bent hefur verið á í gegnum tíðina, ekki síst af Gretu.

Frímerkið góða. Mynd:PostNord

Greta hefur ávarpað margar stórar ráðstefnur til að vekja athygli á að aðgerða er þörf í loftslagsmálum. Hún komst í sviðsljósið þegar hún var 15 ára og fór að taka sér vikulega frídag úr skóla til að mótmæla aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Hún kom sér alein fyrir við sænska þinghúsið í gula regnjakkanum sínum og hélt á skilti sem á stóð: „Skólaverkfall fyrir loftslagið“. Upp frá þessu fór boltinn að rúlla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“