fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Minnkandi rennsli úr peningakrana Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 19:00

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar árásar stuðningsmanna Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á bandaríska þinghúsið í síðustu viku hefur þeim fyrirtækjum fækkað mjög sem vilja eiga í viðskiptum við hann og fyrirtæki hans. Þetta getur gert fyrirtækjasamsteypu hans erfitt fyrir með að stunda viðskipti þegar hann hefur látið af embætti en það gerir hann í næstu viku.

„Þetta er mikið vandamál fyrir hann,“ hefur CNN eftir Michael D‘Antonio sem hefur skrifað mikið um Trump. Hann sagði að Trump hafi skapað eitrað andrúmsloft fyrir mikilvægan hluta þess markaðar sem fyrirtæki hans starfa á. Ekki sé víst að fyrirtæki vilji aftur taka upp samstarf við fyrirtæki hans því flest reyni þau að forðast að lenda í umdeildum aðstæðum.

Í kjölfar atburðanna í síðustu viku hafa mörg fyrirtæki slitið öll tengsl við Trump og fyrirtæki hans á þeim grunni að hann hafi brotið gegn reglum þeirra með því að hvetja til ofbeldis. Önnur hafa gert það sama þar sem þau hafa áhyggjur af að vera tengd við Trump og telja að það geti skaðað ímynd þeirra.

Twitter og Facebook hafa útilokað hann og þar með missti hann samskiptamiðill sinn við umheiminn að stórum hluta.  Stripe er hætt að sjá um greiðslukortafærslur fyrir kosningasjóð hans. Shopify er hætt að starfrækja netverslanir fyrir fyrirtæki hans og framboð og PGA hætti við að halda stórt golfmót á einum golfvalla hans.

CNN segir að ekki liggi fyrir hvaða bankar, ef einhver, vilji lána fyrirtækjasamsteypunni peninga. Deutsche Bank hefur lánað henni rúmlega 300 milljónir dollara síðustu 10 árin. En nú eru saksóknarar í New York að fara ofan í kjölinn á viðskiptaháttum Trump og fyrirtækja hans og nær rannsóknin einnig til Deutsche Bank. Bankinn hefur tilkynnt að hann ætli að hætta viðskiptum við Trump.

Á mánudaginn tilkynnti Signature Bank að hann loki einkareikningum Trump og hvatti hann til að segja af sér forsetaembætti. Bankinn sagðist einnig ekki ætla að stunda viðskipti við þingmenn sem hafi greitt atkvæði gegn því að samþykkja niðurstöðu kjörmannaráðsins um að Joe Biden hefði sigrað í forsetakosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“