Síðan sá pakkaeigandinn pakkann sinn í aftursæti bifreiðar parsins og gekk á parið vegna þess. CBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar að karlmaðurinn hafi þá viðurkennt að hafa tekið pakkann. Því næst hafi hann dregið upp piparúða og úðað á konuna og nágranna hennar. Maðurinn dró því næst nágrannakonuna út úr bílnum, settist upp í hann og ók á brott og skildi samverkakonu sína eftir sem og skotvopn og mikið magn af metamfetamíni. En hann tók hund nágrannakonunnar með sér.
Samverkakonunni, sem er 22 ára, brá við að vera skilin eftir en lét það ekki bitna á konunum tveimur og ræddi við þær og sagði þeim hver hún væri og beið hjá þeim þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hana.
Lögreglan fann hundinn síðar um daginn og í framhaldi af því stolna bílinn. Maðurinn var síðan handtekinn 28. desember á bifreiðastæði við hótel. Hann var þá með piparúða, sveðju og rafbyssu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir rán, líkamsárás, bílþjófnað, vopnaburð og fleira.