fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 05:38

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er sagður viðurkenna að hann bera að hluta til ábyrgð á árásinni á þinghúsið í Washington á miðvikudag í síðustu viku. Fox News skýrir frá þessu og segist hafa þetta eftir tveimur heimildarmönnum sem sögðu að Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi skýrt flokkssystkinum sínum frá þessu í símtali.

Fox segir að McCarthy, sem er þingmaður Kaliforníu, taki undir það að Trump beri ábyrgð á því að æstur múgur réðst á þinghúsið með þeim afleiðingum að fimm manns létust. Hvíta húsið hefur ekki enn sagt neitt um frétt Fox.

Í gærkvöldi tilkynnti Hvíta húsið að neyðarástand muni ríkja í Washington D.C. dagana fyrir og eftir embættistöku Joe Biden en hún fer fram þann 20. janúar. Með þessari ákvörðun geta borgaryfirvöld og alríkisyfirvöld samhæft vinnu sína varðandi öryggismál í borginni í tengslum við embættistökuna. Alríkislögreglan FBI óttast að vopnaðir hópar muni mótmæla í höfuðborgum allra 50 ríkja Bandaríkjanna og í Washington D.C. á næstu dögum vegna embættistöku Joe Biden.

Pence og Trump ræddu saman í gær

Í gærkvöldi var einnig skýrt frá því að Mike Pence, varaforseti, og Trump hefðu rætt saman í fyrsta sinn síðan ráðist var á þinghúsið. Þeir eru sagðir hafa fundað í Hvíta húsinu. Heimildarmaður sagði að þeir hafi rætt um næstu daga og hverju þeir hafi fengið áorkað síðustu fjögur árin. Heimildarmaðurinn sagði að þeir hafi verið sammála um að þeir sem réðust á þinghúsið hafi brotið lög og séu ekki fulltrúar „America First“ hreyfingarinnar sem styður Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“