fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Spænska lögreglan lagði hald á 827.000 E-töflur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 07:45

MDMA töflur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan skýrði frá því á föstudaginn að hún hefði nýlega lagt hald á mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna, þar á meðal 827.000 E-töflur, sem hún hefur nokkru sinni lagt hald á.

Um samhæfðar aðgerðir lögreglunnar var að ræða um allt land og beindust þær gegn „stærstu alþjóðlegu glæpasamtökunum í landinu“ að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. 11 voru handteknir í aðgerðunum. Meðal þeirra er leiðtogi samtakanna en hann er hollenskur.

Auk ecstasy lagði lögreglan hald á 76 kíló af amfetamíni, 39,5 kíló af metamfetamíni, 217 lítra af fljótandi amfetamíni en úr því væri hægt að framleiða 738,5 kíló af amfetamíndufti. Að auki fundust um 40 kg af hassi sem átti að smygla til Hollands til að fjármagna kaup á efnum til framleiðslu fíkniefna í tveimur verksmiðjum í Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Í gær

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?