fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Hvar er Melania?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 05:39

Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ringulreið hefur ríkt í bandarískum stjórnmálum og stjórnkerfinu eftir að stuðningsmenn Donald Trump, forseta, réðust inn í þinghúsið á miðvikudag í síðustu viku. Margir varpa sökinni á Trump og segja hann hafa hvatt fólk til að ráðast á þinghúsið í viðleitni sinni til að ríghalda í forsetastólinn.

Forsetinn og fleiri úr fjölskyldu hans hafa ekki dregið af sér í að ræða meint kosningasvindl og hafa varpað fram hverri samsæriskenningunni á fætur annarri um þetta meinta kosningasvindl en hafa hins vegar ekki getað lagt fram nein gögn því til sönnunar að svindl hafi átt sér stað. En milljónir stuðningsmanna Trump trúa þessum samsæriskenningum og það var fólk úr þeim hópi sem safnaðist saman í Washington í síðustu viku og réðst á þinghúsið.

En undantekningin á þessu öllu er forsetafrúin, Melania Trump, en ekkert hefur heyrst né sést til hennar síðan á miðvikudaginn. Eftir því sem norska Dagbladet segir þá hefur raunar ekkert heyrst til hennar síðan á nýársdag þegar hún óskaði öllum gleðilegs árs í tísti á Twitter. Ekki er vitað hvar hún hefur haldið sig síðan.

Hún var ekki við hlið eiginmannsins þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið.

En börn Trump hafa tjáð sig um málin og farið fögrum orðum um múginn sem réðst á þinghúsið. Ivanka Trump sagði til dæmis að þar hefðu sannir föðurlandsvinir verið á ferð. Hún eyddi þó því tísti sínu fljótlega. Donald Trump jr. birti myndband á Twitter á laugardaginn þar sem hann gagnrýndi að Twitter hefur lokað fyrir aðgang föður hans að miðlinum og sagði það vera vegna þess að forsetinn ætli ekki að vera viðstaddur innsetningu Joe Biden í forsetaembættið en gat ekki um tenginguna við að Trump hefur að margra mati hvatt til ofbeldisverka í tístum sínum.

En Melania hefur ekki látið heyra í sér og hefur það að vonum ýtt undir hugmyndir um erfiðleika í hjónabandinu en áður hafa borist fréttir af því að hún sé nú ekki neitt sérstaklega hrifinn af eða ánægð með eiginmann sinn og hyggist sækja um skilnað þegar þau eru flutt úr Hvíta húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í