fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Frans páfi verður bólusettur á næstunni – Segir það siðferðislega skyldu allra að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 20:00

Frans páfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sjónvarpsviðtali sem var sjónvarpað í gærkvöldi, sunnudag, á ítölsku sjónvarpsstöðinni TG5 sagði Frans páfi að hann muni fljótlega verða bólusettur gegn kórónuveirunni, líklega í vikunni. Hann sagði það vera skyldu allra að láta bólusetja sig gegn veirunni.

„Ég tel að út frá siðferðislegu sjónarmiði þurfi allir að fá bóluefni,“ sagði páfinn sem sagði jafnframt að bólusetningar hefjist í Vatíkaninu í vikunni og að hann hafi sjálfur pantað sér tíma.

Orð páfans um þetta senda skýr og mikilvæg skilaboð til kaþólikka um allan heim, sem eru um 1,3 milljarður, um að bólusetningar séu mikilvægar í baráttunni við heimsfaraldurinn. Bólusetning hans er einnig mikilvæg til að gæta að heilbrigði hans en hann er orðinn 84 ára, hluti af öðru lunga hans hefur verið fjarlægður, hann er ekki hrifinn af því að nota andlitsgrímu og vill helst hitta fólk augliti til auglits.

Páfinn hefur mánuðum saman talað á jákvæðum nótum um þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni og sagt bóluefni vera ljósglætu „á myrkum tímum“.

Í viðtalinu sagði páfinn að líklega megi rekja viðhorf hans til bóluefna til æskuára hans þegar lömunarveiki herjaði og mörg börn hafi lamast og þeirrar örvæntingar sem ríkti hjá fólki um að fá bóluefni. „Ég veit ekki af hverju sumir munu segja að bóluefni séu hættuleg. Ef læknar bjóða þér bóluefni sem virkar, sem hefur enga sérstaka hættu í för með sér, af hverju ekki að taka við því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti