fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

25 ákærur vegna hryðjuverka gefnar út í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 07:50

Svona atburðir eiga ekki að endurtaka sigMynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 25 ákærur hafa verið gefnar út vegna hryðjuverka og fyrirætlana um hryðjuverk í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Lögreglan hefur fundið vopn, heimagerðar eldsprengjur og sprengiefni heima hjá mörgum þeirra sem hafa verið handteknir vegna árásarinnar.

Þetta kemur fram í endurriti af samtali Jason Cow, þingmanns Demókrata, og Ryan McCarthy, sem fer með málefni hersins í ríkisstjórn Donald Trump.

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hafa 70 verið handteknir vegna árásarinnar.

Í samtali Cow og McCarthy kom fram að vopn og sprengiefni hafi fundist hjá sumum hinna handteknu. „Þetta bendir til að það hafi rétt svo tekist að koma í veg fyrir enn meiri hörmungar,“ sagði Cow að samtali þeirra loknu.

McCarthy segir að varnarmálaráðuneytið geri sér ljóst að enn sé hætta á svipaðri árás og var gerð á þinghúsið í tengslum við embættistöku Joe Biden þann 20. janúar næstkomandi. Ekki er talið útilokað að til árásar komi þann dag eða dagana á undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?