Þetta kemur fram í endurriti af samtali Jason Cow, þingmanns Demókrata, og Ryan McCarthy, sem fer með málefni hersins í ríkisstjórn Donald Trump.
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hafa 70 verið handteknir vegna árásarinnar.
Í samtali Cow og McCarthy kom fram að vopn og sprengiefni hafi fundist hjá sumum hinna handteknu. „Þetta bendir til að það hafi rétt svo tekist að koma í veg fyrir enn meiri hörmungar,“ sagði Cow að samtali þeirra loknu.
McCarthy segir að varnarmálaráðuneytið geri sér ljóst að enn sé hætta á svipaðri árás og var gerð á þinghúsið í tengslum við embættistöku Joe Biden þann 20. janúar næstkomandi. Ekki er talið útilokað að til árásar komi þann dag eða dagana á undan.