fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Glæpamenn nota börn og unglinga til að hvítþvo illa fengið fé

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. janúar 2021 22:15

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri ungmenni aðstoðað danska glæpamenn við að hvítþvo illa fengið fé. Þetta er vel þekkt fyrirbæri víða um heim en virðist vera að færast í vöxt í Danmörku. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og byggir á tölum frá Danske Bank, stærsta banka landsins.

Það sem af er ári hafa komið upp tæplega 2.000 mál hjá bankanum þar sem viðskiptavinir hans voru að hvítþvo peninga fyrir glæpamenn. 2017 voru málin 470. Peningaþvætti fer þannig fram að glæpamenn millifæra peninga inn á reikninga fólks sem tekur þá síðan út í hraðbanka. Peningarnir koma oft af reikningum sem glæpamennirnir hafa stolið þeim af. Með þessu ná þeir að hylja eigin slóð.

Mörg mál hafa komið upp þar sem börn og ungt fólk á aldrinum 14 til 25 ára kemur við sögu, aðallega piltar og menn. Sem dæmi má nefna að 17 ára piltur aðstoðaði við peningaþvætti með því að leyfa glæpamönnum að millifæra 20.000 danskar krónur inn á reikning sinn. Hann tók peningana síðan út og afhenti glæpamönnunum og fékk 2.500 krónur fyrir sinn þátt.

Dæmi eru um að glæpamenn herji á skóla til að finna börn og ungmenni til að taka þátt í peningaþvætti af þessu tagi. Bjóða þeir peninga eða tískuvarning í skiptum fyrir viðvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?