fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Varpar sprengju inn í deilur Vilhjálms og Harry

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 06:02

Bræðurnir og eiginkonur þeirra þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að það slettist upp á vinskapinn á milli Vilhjálms og Harry Bretaprinsa og eiginkvenna þeirra hafa miklar vangaveltur verið um hvað hafi valdið þessu og hver eigi sök á ósættinu. Andrew Morton, sem er einn af þekktustu rithöfundunum sem skrifa um konungsfjölskylduna, hefur nú tjáð sig um deilurnar og er óhætt að segja að hann varpi sprengju inn í þær með algjörlega nýjum upplýsingum.

Morton kemur með nýjar upplýsingar um vinskapsslitin í bókinni „The Fab Four“ en Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan voru kölluð það áður. Sex kaflar eru í bókinni sem er uppfærð útgáfa af bókinni „Meghan: A Hollywood Princess“ sem Morton gaf út fyrir þremur árum. Uppfærða útgáfan er ekki enn komin út en Daily Mirror og Daily Mail hafa birt útdrátt úr henni.

Samkvæmt þeim þá kemur Morton með algjörlega nýja hlið á ástæðum deilna bræðranna og eiginkvenna þeirra. Fram að þessu hafa Harry og Meghan, þó aðallega Meghan, verið stimpluð sem svörtu sauðirnir í deilunum. Meghan hefur verið kölluð prímadonna og Harry „gólftuska“ hennar. Vilhjálmur og Katrín hafa hins vegar alltaf verið sögð vera góða fólkið. En Morton segir að svo einfalt sé þetta ekki.

Hann hefur eftir heimildarmönnum sínum að sökin liggi beggja megin og að það hafi meðal annars hafist vegna þess að Vilhjálmur og Katrín hafi verið ósanngjörn í garð Harry og Meghan.

Harry er sagður hafa vonast til að vinskapur hjónanna gæti haldið áfram en Vilhjálmur er ekki sagður hafa verið hrifinn af því og hafi hvesst sig og látið í sér heyra. „Hann lagði í einelti, ekki líkamlega en með orðum. Meghan og Harry töldu sig hrakin á brott frá hirðinni með einelti Vilhjálms,“ segir Morton.

En það er ekki eina afhjúpunin sem Morton kemur með því hann segir að Katrín hafi verið „köld“ við Meghan og hafi viljað að Meghan héldi sig til hlés, Katrín væri númer eitt. Kornið sem fyllti mælinn var að einhver úr konungsfjölskyldunni lét ummæli, sem fólu í sér kynþáttahyggju, falla við Harry en sem kunnugt er þá er Meghan lituð.

Miklar vangaveltur hafa verið um hver lét þessi ummæli falla en Harry hefur ekki viljað skýra frá því. Ýmsir breskir fjölmiðlar telja að aðeins Vilhjálmur eða Karl prins, faðir þeirra bræðra, komi til greina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin