fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

ESB ætlar að herða reglur um vegabréfsáritanir fyrir Hvít-Rússa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 19:30

Frá landamærum Litháens og Hvita-Rússlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ylva Johansson, sem fer með innri málefni ESB hjá Framkvæmdastjórn sambandsins, sagði í gær að ESB hyggist herða reglur um vegabréfsáritanir fyrir Hvít-Rússa. Þetta eru viðbrögð við stefnu Hvít-Rússa í málefnum innflytjenda og flóttamanna. ESB hyggst einnig herða aðgerðir gegn mansali.

ESB telur að Hvít-Rússar reyni nú að raska jafnvægi innan ESB með því að senda flóttamenn og innflytjendur áfram frá landinu yfir til aðildarríkja ESB.

Aleksandr Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti í maí að stjórn hans myndi ekki lengur koma í veg fyrir að flóttamenn og innflytjendur færu áfram til ríkja ESB. Þetta var svar hans við hertum refsiaðgerðum ESB gegn landinu.

Í kjölfarið hafa Litháen og Pólland fundið fyrir auknum fjölda flóttamanna og innflytjenda sem koma til ríkjanna frá Hvíta-Rússlandi.

Johansson sagði á fréttamannafundi að Lukasjenko væri í forystu fyrir áreitna einræðisstjórn sem reyni að ýta innflytjendum og flóttamönnum yfir til ESB til að raska jafnvæginu innan sambandsins.

Hún sagði að greinilegt sé að Lukasjenko sé mjög örvæntingarfullur. Einræðisstjórn hans neiti landsmönnum um frjálsar kosningar og stingi stjórnarandstæðingum í fangelsi. „Þetta er einræðisstjórn sem hefur rænt farþegaflugvél og notar nú saklaust fólk í árásargjarnri stefnu sinni,“ sagði Johansson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér