ESB telur að Hvít-Rússar reyni nú að raska jafnvægi innan ESB með því að senda flóttamenn og innflytjendur áfram frá landinu yfir til aðildarríkja ESB.
Aleksandr Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti í maí að stjórn hans myndi ekki lengur koma í veg fyrir að flóttamenn og innflytjendur færu áfram til ríkja ESB. Þetta var svar hans við hertum refsiaðgerðum ESB gegn landinu.
Í kjölfarið hafa Litháen og Pólland fundið fyrir auknum fjölda flóttamanna og innflytjenda sem koma til ríkjanna frá Hvíta-Rússlandi.
Johansson sagði á fréttamannafundi að Lukasjenko væri í forystu fyrir áreitna einræðisstjórn sem reyni að ýta innflytjendum og flóttamönnum yfir til ESB til að raska jafnvæginu innan sambandsins.
Hún sagði að greinilegt sé að Lukasjenko sé mjög örvæntingarfullur. Einræðisstjórn hans neiti landsmönnum um frjálsar kosningar og stingi stjórnarandstæðingum í fangelsi. „Þetta er einræðisstjórn sem hefur rænt farþegaflugvél og notar nú saklaust fólk í árásargjarnri stefnu sinni,“ sagði Johansson.