fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Dóttir milljónamærings fannst látin í hótelherbergi – Unnustinn segir að hún hafi látist þegar kynlíf fór úr böndunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 07:02

Anna Reed.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tveimur árum fannst Anna Reed, 22 ára, látin í hótelherbergi í Sviss. Fjölskylda hennar hefur auðgast mjög á viðskiptum með hesta og þjálfun þeirra og var Anna erfingi fjölskylduauðsins. Hún var í fríi ásamt 32 ára unnusta sínum, Marc Schätzle. Snemma morguns þann 19. apríl 2019 kom hann í afgreiðslu hótelsins og sagði að unnustu hans liði illa.

Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að kallað hafi verið á sjúkrabíl en Anna hafi verið látin í hótelherberginu þegar að var komið. Allt frá upphafi beindust sjónir lögreglunnar að Schätzle en hann er þýskur og hafði áður starfað sem dyravörður.

Í framhaldi af andlátinu kom fram að Schätzle var skuldum vafinn vegna mikillar áfengis- og fíkniefnaneyslu og kaupa á dýrum fatnaði. Hann skuldaði sem nemur rúmlega sjö milljónum íslenskra króna. Þegar Anna lést átti hún sem svarar til um 4,5 milljóna á bankareikningi sínum. Þetta vissi Schätzle að sögn saksóknara.

Nokkrum mánuðum eftir andlátið fannst kreditkort Önnu, sem hafði verið týnt, bak við þil á hótelinu. Talið er að Schätzle hafi falið það þar til að hann gæti síðar sótt það og notað.

Hann er nú fyrir rétti í Lugano í Sviss, ákærður fyrir að hafa myrt Önnu. Vitni hafa borið að þau hafi heyrt öskur og hróp frá herbergi parsins. „Ég heyrði að glas var brotið og húsgögnum var ýtt til. Það var grátið. Rödd sagði: „You are killing me“ (þú ert að drepa mig) eða „you are kidding me“ (þú meinar það ekk). Ég vildi gjarnan fara í herbergið og segja eitthvað en taldi það of hættulegt,“ sagði einn hótelgesta fyrir dómi.

Schätzle hafnar því að hafa myrt Önnu og segir að hún hafi látist á hörmulegan hátt þegar kynlíf þeirra fór úr böndunum. Þau hafi verið í kynlífsleik þar sem kyrking kom við sögu. „Ég setti handklæði utan um háls hennar og byrjaði að kyssa hana. En hún vildi meira svo ég lagði hönd ofan á handklæðið og þrýsti,“ sagði hann.

Niðurstaða krufningar var að Anna hefði kafnað. Hún var einnig með áverka víða um líkamann.

Réttarhöldin standa enn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt