Í samtölum við sænska fjölmiðla sagðist lögreglumaðurinn hafa heyrt um sprenginguna frá vinnufélögum sínum og því verður að álykta sem svo að hann hafi ekki verið heima þegar sprengingin varð.
Hann sagðist eiga von á að lögreglan muni rannsaka alla þræði málsins, einnig hvort hann hafi verið skotmarkið.
Ekkert bendir til að „eðlilegar ástæður“ hafi valdið sprengingunni, til dæmis gassprenging, sagði Thomas Fuxborg, talsmaður lögreglunnar í gær. Tugir slösuðust í sprengingunni, þar af sex alvarlega.
Lögreglan segir að enn sé of snemmt að segja til um hvort sprengingin tengist átökum glæpagengja sem hafa staðið yfir í borginni síðustu misseri eða hvort granda hafi átt einhverjum ákveðnum einstaklingi.