fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Segir að kafbátsmorðinginn Peter Madsen hafi játað fleiri morð – Lögreglan gerði nýja uppgötvun tengda dularfyllsta morðmáli síðari ára

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 05:59

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Madsen, afplánar nú lífstíðarfangelsi í Danmörku fyrir morðið á sænsku blaðakonunni  Kim Wall í ágúst 2017 en hana myrti hann um borð í kafbát sínum, Nautilius. Fyrrum samfangi hans í Herstedvester fangelsinu segir að Madsen hafi sagt honum að hann hafi fleiri morð á samviskunni en morðið á Kim Wall.

Þetta kemur fram í heimildarmyndinni „Nogen ved noget om Emilie Meng“ (Einhver veit eitthvað um Emilie Meng) sem Kanal 5 frumsýnir í kvöld. Í myndinni segir þessi fyrrum samfangi Madsen að hann hafi játað að hafa framið tvö morð til viðbótar. Annað í Svíþjóð en hitt í Danmörku. Morðið í Danmörku á hann að hafa framið 2016 og var fórnarlambið ung kona frá Korsør. Samfanginn dregur því þá ályktun að það hljóti að vera Emilie Meng sem um ræðir. Morðið á henni er eitt umtalaðasta og dularfyllsta morðmál síðari tíma í Danmörku. Hún hvarf á leið heim til sín í Korsør aðfaranótt 10. júlí 2016 eftir að hafa kvatt vinkonur sínar á lestarstöðinni. Þetta var að næturlagi en þær höfðu verið úti að skemmta sér. Lík hennar fannst á aðfangadag þetta sama ár, töluvert fjarri lestarstöðinni þar sem síðast sást til ferða hennar.

Hver myrti Emilie Meng? Ein af stærri morðgátum síðari tíma

Í bók sem blaðamennirnir Bo Norström Weile og Jesper Vestergaard skrifuðu um morðið á Emilie Meng kemur fram að lögreglan hafi að minnsta kosti þrisvar rannsakað hvort Madsen gæti hafa átt hlut að máli.

Í heimildarmyndinni segir samfangi hans að Madsen hafi aðeins mátt fara í göngutúra með honum í fangelsisgarðinum vegna þess að öryggi Madsen var ekki talið tryggt með öðrum föngum. Hann segir að Madsen finnist gaman að tala og segja frá og hafi farið að segja meira og meira eftir því sem þeir kynntust betur. Hann segir að Madsen hafi sagt honum að kvöldið áður en Emilie Meng hvarf, hafi hann verið fúll vegna fjölda verkefna sem gengu ekki eins og þau áttu að ganga. Hann hafi ekið til Korsør og lagst til svefns í bíl sínum, hvítum sendibíl en slíkur bíll hefur verið nefndur til sögunnar í tengslum við rannsóknina á morðinu á Emilie Meng. Samfanginn segir að Madsen hafi sagt honum að hann hafi heyrt í ungri konu sem kom gangandi eftir nærliggjandi stíg og hafi hann ráðist á hana aftan frá, drepið og síðan ekið á brott með líkið í hvíta sendibílnum.

Emilie sést til hægri á þessari mynd úr eftirlitsmyndavél á brautarstöðinni. Mynd:Danska lögreglan

Í heimildarmyndinni finna þáttagerðarmenn út úr að Madsen verið með umráð yfir hvítum sendibíl á þeim tíma sem Emilie Meng var myrt. Bíl af tegundinni Opel Vivaro.

Disney+, sem á Kanal 5, sendi frá sér fréttatilkynningu nú í morgun vegna málsins þar sem segir að í tengslum við gerð þáttanna og upplýsinganna um hvíta sendibílinn hafi lögreglan lagt hald á umræddan bíl. Rannsókn hafi verið gerð á bílnum og í honum hafi fundist ummerki sem séu hugsanlega blóð. Fram kemur að fyrirtæki Madsen hafi verið með bílinn á rekstrarleigu allt þar til hann var handtekinn 2017.

Lögreglan í Kaupmannahöfn tók bílinn til rannsóknar 2017, eftir handtöku Madsen, en samkvæmt rannsóknargögnum var aldrei gerð tæknirannsókn á honum. Segir að það verði að skoða í því ljósi að lögreglan sagði á þessum tíma að hún væri að rannsaka hvort Madsen tengdist hugsanlega fleiri morðum. Sú rannsókn hafi þó ekki orðið til þess að sendibíllinn hafi verið rannsakaður í leit að blóði eða öðrum sönnunargögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð