fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Gerði óhugnanlega uppgötvun í kirkjugarði – Fékk hárin til að rísa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 05:54

Þetta fékk hárin til að rísa á höfði hans. Mynd:ikTok/kaitlynnerbeznik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joel Morrison, sem býr í Kaliforníu, mun væntanlega ekki gleyma því sem hann sá við gröf eina í Saint Joseph Catholic Cementery í Sacramento nýlega. Eflaust hefðu hárin risið á mörgum við þá sjón sem mætti honum.

Samkvæmt því sem segir í frétt New York Post þá hnaut Morrison nánast um þetta við rúmlega 100 ára gamla gröf.  „Þegar ég uppgötvaði þetta brá mér rosalega. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Morrison í samtali við Jam Press.

„Þegar ég skoðaði þetta betur sá ég að þetta var hár á manneskju,“ sagði hann.

Myndband af þessu hefur farið mikinn á TikTok en á því sést dökkt hár standa út undan legsteininum.

Morrison sagðist telja að hárið standi út undan legsteininum því rót á tré, sem er nærri, sé orðin svo stór að hún nái inn í gröfina. Hún hafi einfaldlega ýtt hluta af jarðnesku leifunum upp að yfirborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga