Bill de Blasio, borgarstjóri, tilkynnti í ágúst að frá og með 27. september væri skylda fyrir alla 148.000 starfsmenn grunnskóla borgarinnar að hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. „Við vitum að þetta mun hjálpa til við að tryggja að allir séu öruggir,“ sagði hann þá.
Samskonar kröfur eru einnig gerðar til starfsfólks skóla í Los Angeles, Chicago og Washington D.C.
Kennsla hófst þann 13. september í skólum í New York að sumarfríi afloknu. Margir foreldra hafa áhyggjur af að skólarnir verði vettvangur smita. Samkvæmt frétt CNN þá smituðust rúmlega 600 nemendur í Nashville í Tennessee af kórónuveirunni á fyrstu tveimur vikum skólaársins.