fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Nýbirt skjöl frá FBI um hryðjuverkin 11. september vekja mikla athygli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 06:10

Hryðjuverkin 11. september 2001.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI birti nýlega minnisblað um einn þátt rannsóknar sinnar á hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Um 16 síðna minnisblað er að ræða og hefur það á nýjan leik ýtt undir umræður og vangaveltur um hvort Sádi-Arabía hafi stutt við bakið á al-Kaída og árás samtakanna á Bandaríkin.

Minnisblaðið er frá því í apríl 2016. Í því kemur fram að FBI hafi meðal annars tengt nokkra mikilvæga aðila úr fyrri rannsóknum sínum við þáverandi andlegan ráðgjafa Osama bin Laden sem var leiðtogi al-Kaída. Þetta er meðal annars byggt á yfirferð yfir símhringingar hinna grunuðu í aðdraganda árásanna en þá hittu þeir suma af flugræningjunum.

Vangaveltur og umræður um tengsl ríkisstjórnarinnar í Sádi-Arabíu og al-Kaída hafa árum saman verið upp í Bandaríkjunum. Það hefur ekki dregið úr áhuga fólks á þessu eða umræðum að bandarísk stjórnvöld héldu fjölda mikilvægra skjala, sem varða árásirnar, leyndum.

Fjölskyldur margra þeirra sem létust í árásunum hafa árum saman þrýst á stjórnvöld og höfðað mál á hendur þeim til að fá skjölin gerð opinber. Það bar loks árangur nýlega þegar Joe Biden, núverandi forseti, gaf út forsetatilskipun um að skjölin skuli birt.

Í umræddu minnisblaði er því meðal annars lýst hvernig FBI hagaði rannsókn sinni allt fram til 2016 en hún gekk undir heitinu Operation Encore. Meðal þeirra sem voru í kastljósi FBI var Omar al-Bayoumi, starfsmaður sádi-arabíska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Hann fundaði með tveimur flugræningjanna á veitingahúsi í Los Angeles ekki löngu áður en árásirnar voru gerðar. Al-Bayoumi sagði í yfirheyrslum að hann hefði hitt flugræningjanna „fyrir tilviljun“ á veitingastaðnum, hann hefði heyrt þá tala arabísku og gefið sig á tal við þá. En vitni sagði að al-Bayoumi hafi sjálfur gefið sig að flugræningjunum eftir að hafa beðið eftir þeim við borð við glugga á veitingastaðnum, þetta hafi virst vera fyrir fram ákveðinn fundur.

FBI skýrir einnig frá öðrum fundi sem hafi átt sér stað fyrir „tilviljun“ en hann var á milli tveggja flugræningja og Fahad al-Thumairy, sem starfaði einnig hjá sádi-arabíska sendiráðinu. Í minnisblaðinu gefur FBI einnig til kynna að sá fundur hafi verið skipulagður, tilviljun hafi ekki ráðið því að hann fór fram.

Áður hafði sérstök rannsóknarnefnd um hryðjuverkin hafnað því að tengsl væru á milli flugræningjanna og sádi-arabískra stjórnvalda. FBI segir að flugræningjarnir og starfsmenn sendiráðsins hafi margoft hringst á í aðdraganda árásanna.

Minnisblaðið sýnir ekki beint fram á að sádi-arabíska ríkisstjórnin hafi stutt al-Kaída en Brett Eagleson, faðir eins þeirra sem lést í árásunum, segir að minnisblaðið sé samt sem áður mikilvægt. „Dagur í dagar markar þau tímamót að Sádi-Arabar geta ekki treyst á að bandaríska ríkisstjórnin muni leyna sannleikanum um hvað gerðist 11. september,“ sagði hann og lagði áherslu á að það þurfi að láta Sádi-Arabíu svara fyrir gerðir sínar. Sádi-arabísk stjórnvöld hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa átt hlut að máli. 15 af flugræningjunum 19 voru frá Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi