fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Legosjóðurinn gaf UNICEF 9 milljarða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 15:00

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lego Fonden, Legosjóðurinn, hefur að markmiði að styðja við verkefni sem bæta menntun barna í gegnum leik. En nýlega var vikið frá þessu markmiði þegar sjóðurinn gaf UNICEF, Barnahjálp SÞ, 70 milljónir dollara, sem svara til um 9 milljarða íslenskra króna, til að koma bóluefnum gegn COVID-19 til fólks sem hefur ekki aðgang að þeim að öðrum kosti.

Sjóðurinn hefur aldrei áður gefið svo háa fjárhæð í einu. Á síðasta ári gaf hann sem nemur um 7 milljörðum íslenskra króna til verkefna tengdum heimsfaraldrinum.

Jótlandspósturinn hefur eftir Anne-Birgitte Albrectsen, forstjóra sjóðsins, að heimsfaraldurinn sé mjög sérstakur, hann haldi bara áfram, og þrátt fyrir að staðan sé frábær í Danmörku þá þurfi að hraða veitingu aðstoðar á mörgum stöðum. Af þeim sökum hafi UNICEF fengið þessa stóru gjöf.

Hún sagði rétt að gjöfin sé ekki innan þess ramma sem sjóðurinn starfar venjulega eftir en stjórn sjóðsins hafi ekki talið sér fært að sitja og bíða. Það þurfi að hraða bólusetningum barna, foreldra, kennara og heilbrigðisstarfsfólks í fátækum ríkjum heimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár