Sjóðurinn hefur aldrei áður gefið svo háa fjárhæð í einu. Á síðasta ári gaf hann sem nemur um 7 milljörðum íslenskra króna til verkefna tengdum heimsfaraldrinum.
Jótlandspósturinn hefur eftir Anne-Birgitte Albrectsen, forstjóra sjóðsins, að heimsfaraldurinn sé mjög sérstakur, hann haldi bara áfram, og þrátt fyrir að staðan sé frábær í Danmörku þá þurfi að hraða veitingu aðstoðar á mörgum stöðum. Af þeim sökum hafi UNICEF fengið þessa stóru gjöf.
Hún sagði rétt að gjöfin sé ekki innan þess ramma sem sjóðurinn starfar venjulega eftir en stjórn sjóðsins hafi ekki talið sér fært að sitja og bíða. Það þurfi að hraða bólusetningum barna, foreldra, kennara og heilbrigðisstarfsfólks í fátækum ríkjum heimsins.