New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að Trump hafi rætt við David Brody hjá „The Real America‘s Voice Network“. Brody nefndi þar að Trump hafi látið hjá líða að skýra opinberlega frá hvort hann bjóði sig.
„Mig langar að spyrja þig: Er eitthvað sem getur valdið því að þú berjist ekki um forsetaembættið í næstu forsetakosningum?“ spurði Brody. „Tja, óþægileg símhringing frá lækni. Það geta allir lent í því, er það ekki,“ svaraði Trump og bætti við: „Guð stýrir hlutunum. En, ég er frískur og ég hata að sjá það sem er að gerast í landinu okkar núna,“ sagði forsetinn fyrrverandi.