Í skýrslunni, sem nefnist Justie on Trial, segir að yfirvöld sinni ekki þeirri skyldu sinni að rannsaka morðin eða koma í veg fyrir ofbeldi gagnvart konum.
Ofbeldi og morð á konum hafa áratugum saman verið mikið vandamál í Mexíkó en athygli fólks hefur í auknum mæli beinst að þessu stóra vandamáli á síðustu árum í kjölfar mótmæla kvenréttindahreyfinga. „Þetta er alltaf spurning um pólitískan vilja,“ hefur The Guardian eftir Maricruz Ocampo, aðgerðarsinna í Querétaro. Hún hefur verið í hópi þeirra sem reyna að fá ríkisstjóra landsins til að grípa til aðgerða gegn vandanum. Þeir þráast við að hennar sögn því þeir hafa áhyggjur af ímynd ríkja sinna og fjárfestingum. „Þeir vilja ekki viðurkenna vandann,“ sagði hún.
Andrés Manuel López Obrador, forseti landsins, hefur gert lítið úr vandanum og sagði mótmælagöngu kvenna í byrjun mars vera göngu „íhaldsafla“.
Á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð í landinu.