fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Ítalir hefja baráttu gegn fölskum ítölskum matvörum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 07:30

Ítalskt pasta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pítsur, pasta, pestó og parmesan, þetta eru allt vel þekktar matvörur sem eiga rætur að rekja til Ítalíu. Ítalskur matur og ítölsk matargerð er vinsæl um allan heim og ítalskar matvörur eru yfirleitt tengdar við gæði og vinsældir. En eftirlíkingar af ítölskum matvörum eru nú orðnar að svo umfangsmiklum iðnaði að það er hættulegt að sögn Luigi Di Maio, utanríkisráðherra landsins.

Víða um heim eru gerðar eftirlíkingar af ítölskum mat. Í ræðu sem Di Maio hélt í byrjun mánaðarins á ræðu ítalskra matvælaframleiðenda kynnti hann nýja aðgerðaáætlun um kynningu á ítalskri framleiðslu. Í henni felst að ríkisstjórnin heitir því að grípa til aðgerða til að vernda ítalska framleiðendur.

Ráðherrann sagði að umfang eftirlíkingaframleiðslu á ítölskum matvörum væri orðið mjög mikið og mikið áhyggjuefni. Hann lagði áherslu á að utanríkisráðuneytið vinni hörðum höndum að því að berjast gegn eftirlíkingum af ítölskum vörum um allan heim. Þessi barátta fer fram innan ESB og í Róm sitja opinberir starfsmenn og leita á internetinu að fölskum ítölskum ostum, vínum eða tómatsósu.

Samkvæmt nýju áætluninni verða starfsmenn ráðnir til sendiráða víða um heim til að annast vernd ítalskrar framleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni