fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Fundu merki um fatanotkun forfeðra okkar fyrir 120.000 árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 18:30

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfæri og bein, sem fundust í helli í Marokkó, eru hugsanlega elstu ummerki þess að fólk hafi búið sér til föt. Beinin og verkfærin eru um 120.000 ára gömul.

Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun The Guardian þá telja vísindamenn sig hafa fundið elstu merki þess að fólk hafi notað fatnað. Þetta fannst í helli í Marokkó. Um er að ræða verkfæri og bein af dýrum sem hafa verið fláð. Þetta þykir benda til að forfeður okkar hafi búið sér til föt fyrir um 120.000 árum.

Emily Hallett, hjá mannkynssögudeild Max Planck stofnunarinnar í Þýskalandi, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar ýti undir fyrri hugmyndir um að forfeður okkar í Afríku hafi verið úrræðagóðir og uppfinningasamir.

Skinn og feldur endist ekki í mörg hundruð þúsund ár og því er erfitt að finna beinar sannanir fyrir notkun fatnaðar forfeðra okkar. En vísindamenn leystu þetta með því að greina erfðaefni fatalúsa. Þær rannsóknir benda til að forfeður okkar hafi byrjað að nota föt fyrir allt að 170.000 árum síðan. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar styðja við þessa kenningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi