fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Fólk getur verið „feitt en í góðu formi“ – Á frekar að einblína á hreyfingu en megrunarkúra

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé að miklu leyti án áhrifa að takast á við ofþyngd með því að einblína á þyngd fólks og að fólk eigi því frekar að einbeita sér að hreyfingu en megrunarkúrum til að draga úr hættunni á ótímabærum dauða. Þeir segja því að fólk geti verið „feitt en í góðu formi“.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í grein sem Glenn Gaesser, prófessor við Arizona ríkisháskólann, og Siddhartha Angadi, hjá University of Virginia, skrifuðu í iScience komi fram að takast eigi á við ofþyngd án þess að einblína á þyngdina. Það geti um leið dregið úr heilsufarsáhættu sem fylgir því að mataræði sveiflist mikið til.

Þeir fóru yfir fjölda rannsókna á þessu sviði og segja að hreyfing sé mun áhrifaríkari leið til að draga úr hættunni á ótímabæru andláti en að einblína á að léttast. „Við viljum að fólk viti að feitt fólk getur verið í góðu formi og að heilbrigðir líkamar eru til í ýmsum formum og stærðum,“ sagði Gaesser.

Hann sagði að þeir átti sig á að það geti verið erfitt að einblína ekki á þyngdina og það að léttast því svo mikið snúist um það. „Við erum ekki endilega á móti þyngdartapi, við teljum bara að það eigi ekki að vera aðalskilyrðið fyrir hvernig árangur lífsstílsbreytinga er mældur,“ sagði hann.

Þeir félagar segja að fjöldi rannsókna hafi sýnt að á síðustu 40 árum hafi fólk um allan heim reynt að léttast en samt sem áður hafi of feitu fólki farið fjölgandi. Því sé sú áhersla sem er lögð á þyngdina í baráttunni við offitu misheppnuð. Þá beri að hafa í huga að endurteknar megranir geti haft í för með sér að fólk þyngist. Þeir segja að niðurstöður ýmissa rannsókna bendi til að hreyfing sé vænlegri kostur til að lengja ævina en að léttast bara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans