fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Reyna að draga úr völdum Bandaríkjaforseta – Hvatinn er forsetatíð Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. september 2021 12:30

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Demókrata á Bandaríkjaþingi reyna nú að takmarka völd forseta landsins. Það gera þeir í ljós reynslunnar af valdatíð Donald Trump. Þingmenn Demókrata í fulltrúadeildinni hafa lagt fram lagafrumvarp sem á að takmarka völd forsetans. Þeir segja þetta vera viðbrögð við því hvernig Trump hélt á málum á valdatíma sínum.

Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, og Adam Schiff, þingmaður, lögðu frumvarpið fram en það heitir „Lög til verndar lýðræðinu“.

Því er að þeirra sögn ætlað að endurvekja valdajafnvægið á milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Meðal þess sem frumvarpið felur í sér er ákvæði um heimild forsetans til að náða fólk. Samkvæmt frumvarpinu verður honum ekki heimilt að náða fólk sem hefur hlotið dóm fyrir að hindra störf þingsins. Einnig verður komið í veg fyrir að forsetinn geti náðað sjálfan sig.

Frumvarpinu er einnig ætlað að herða aðgerðir til að koma í veg fyrir erlenda íhlutun í kosningar og það á að auka vernd uppljóstrara. Þá verða áhrif þingsins aukin hvað varðar neyðarástandsyfirlýsingar en Trump var iðinn við að gefa út slíkar yfirlýsingar.

Ekki er ljóst hvort frumvarpið kemst í gegnum þingið en Demókratar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga