fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Reyna að draga úr völdum Bandaríkjaforseta – Hvatinn er forsetatíð Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. september 2021 12:30

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Demókrata á Bandaríkjaþingi reyna nú að takmarka völd forseta landsins. Það gera þeir í ljós reynslunnar af valdatíð Donald Trump. Þingmenn Demókrata í fulltrúadeildinni hafa lagt fram lagafrumvarp sem á að takmarka völd forsetans. Þeir segja þetta vera viðbrögð við því hvernig Trump hélt á málum á valdatíma sínum.

Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, og Adam Schiff, þingmaður, lögðu frumvarpið fram en það heitir „Lög til verndar lýðræðinu“.

Því er að þeirra sögn ætlað að endurvekja valdajafnvægið á milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Meðal þess sem frumvarpið felur í sér er ákvæði um heimild forsetans til að náða fólk. Samkvæmt frumvarpinu verður honum ekki heimilt að náða fólk sem hefur hlotið dóm fyrir að hindra störf þingsins. Einnig verður komið í veg fyrir að forsetinn geti náðað sjálfan sig.

Frumvarpinu er einnig ætlað að herða aðgerðir til að koma í veg fyrir erlenda íhlutun í kosningar og það á að auka vernd uppljóstrara. Þá verða áhrif þingsins aukin hvað varðar neyðarástandsyfirlýsingar en Trump var iðinn við að gefa út slíkar yfirlýsingar.

Ekki er ljóst hvort frumvarpið kemst í gegnum þingið en Demókratar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“