Þetta sagði Jean-Louis Georgelin, sem stýrir endurbyggingarverkefninu, í gær. Hann sagði að meðal annars hafi franska olíufyrirtækið Total gefið 100 milljónir evra.
Notre Dame, sem er 850 ára gömul, skemmdist mikið í eldsvoða 15. apríl 2019. Frá þeim tíma hefur aðallega verið unnið að því að styrkja bygginguna svo hún hrynji ekki meira. Því verki lauk formlega á laugardaginn og því er nú hægt að hefjast handa við endurbygginguna.
Georgelin sagði að ekki liggi fyrir hvað endurbyggingin mun kosta en reiknað er með að hægt verði að opna kirkjuna á nýjan leik í apríl 2024.