Samtals var um 780 kíló af hassi að ræða og hafði því verið komið fyrir í 381 dós. Hassið var í plastpokum ofan í dósunum. Senda átti hassið á brettum til Danmerkur.
Lögreglan fann efnin í vöruskemmu. Einnig var leitað á fleiri stöðum og lagði lögreglan hald á 201.000 evrur og háar fjárhæðir í dönskum krónum. Að auki var lagt hald á 25 lúxusbíla með dönsk skráningarnúmer. Verðmæti þeirra er sem nemur rúmlega 150 milljónum íslenskra króna.
Auk danskra ríkisborgara voru rússneskir og íranskir ríkisborgarar handteknir.