fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Sakleysislegu tómatadósirnar voru ekki svo sakleysislegar eftir allt saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 07:59

Það var lítið um tómata í þeim. Mynd:olicía Nacional

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan handtók nýlega níu manns, sem tengjast þekktum skipulögðum glæpasamtökum, í Marbella. Margir hinna handteknu eru danskir ríkisborgarar að sögn 7 Dias Marbella. Ástæðan fyrir handtökunum er að upp komst um smygl á miklu magni af hassi. Hafði því verið komið fyrir í dósum sem áttu að innihalda niðursoðna tómata.

Samtals var um 780 kíló af hassi að ræða og hafði því verið komið fyrir í 381 dós. Hassið var í plastpokum ofan í dósunum. Senda átti hassið á brettum til Danmerkur.

Lögreglan fann efnin í vöruskemmu. Einnig var leitað á fleiri stöðum og lagði lögreglan hald á 201.000 evrur og háar fjárhæðir í dönskum krónum. Að auki var lagt hald á 25 lúxusbíla með dönsk skráningarnúmer. Verðmæti þeirra er sem nemur rúmlega 150 milljónum íslenskra króna.

Auk danskra ríkisborgara voru rússneskir og íranskir ríkisborgarar handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist