fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ríkisstjórn glæpamanna – Tveir eftirlýstir fyrir sprengjutilræði og einn vill ræna hermönnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 06:59

Frá íranska þinginu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski segja að nýja ríkisstjórnin í Íran sé ríkisstjórn glæpamanna eða hryðjuverkamanna. Tveir ráðherrar eru eftirlýstir fyrir sprengjutilræði gegn gyðingum og einn vill ræna vestrænum hermönnum. Ríkisstjórnin samanstendur af öfgasinnuðum harðlínumönnum og ekki er að sjá að hún vilji eiga í miklum samskiptum við umheiminn.

Nú eru um sex vikur síðan Ebrahim Raisis, var settur í embætti forseta, en hann er sextugur harðlínumaður. Ríkisstjórn hans er nú að taka á sig mynd og hefur val hans á ráðherrum vakið mikla athygli og þykir senda umheiminum skilaboð um að hann og stjórn hans vilji ekki eiga í miklum samskiptum við umheiminn.

Ein kona er í ríkisstjórninni og engin skortur er á ráðherrum sem eru á refsiaðgerðalistum Vesturlanda. Raisi er sjálfur á slíkum listum vegna aðildar hans að fjöldaaftökum á pólitískum andstæðingum klerkastjórnarinnar á níunda áratugnum.

Ahmad Vahidi, innanríkisráðherra, og Mohsen Rezaei, vararáðherra efnahagsmála, eru eftirlýstir af Interpol fyrir aðild að sprengjutilræði við miðstöð gyðinga í Buenos Aires í Argentínu 1994. Þar létust 85 og rúmlega 300 særðust.

Rezaei, sem er fyrrum yfirmaður Byltingarvarðarins sem er öflugasti her landsins, komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hann lagði til að Íranar myndu ræna vestrænum hermönnum og krefjast lausnargjalds fyrir þá til að bæta stöðu galtóms ríkissjóðs.

Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, er að sögn Economist tengdur Hizbollah hryðjuverkasamtökunum í Líbanon.

Eina konan í ríkisstjórninni er Ensiyeh Khazali, sem er fyrrum rektor eina opinbera háskólans fyrir konur. Hún verður ráðherra málefna kvenna og fjölskyldna. Ekki er hægt að segja íranskar konur hafi hoppað hæð sína í loft upp yfir þessum tíðindum, þær óttast að þetta verði ekki til að bæta stöðu þeirra, þvert á móti. Khazali virðist vera jafn íhaldssöm og aðrir ráðherrar og hefur meðal annars lýst yfir stuðningi við að stúlkur séu gefnar í hjónaband þegar þær eru á barnsaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið