fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Framkvæmdastjórn ESB segir að USB-C sé framtíðin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 06:59

USB C er framtíðin að sögn Framkvæmdastjórnar ESB. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB hefur komist að þeirri niðurstöðu að frelsi framleiðenda til að ákveða sjálfir hvernig hleðslutæki þeir framleiða fyrir farsíma sína, spjaldtölvur og önnur raftæki sé ekki rétta leiðin til að tryggja að hleðslutæki verði eins fyrir vörur allra framleiðenda. Af þeim sökum leggur Framkvæmdastjórnin fram lagafrumvarp sem á að tryggja að samskonar hleðslutæki dugi fyrir vörur allra framleiðenda.

Margrethe Vestager, sem fer með mál er varða stafræna tækni í Framkvæmdastjórninni, segir að með þessu verði stórt skref stigið í umhverfismálum og fyrir neytendur sem þurfi ekki lengur að ergja sig á gagnslausu hleðslutækjum sem safnast upp í skúffum og skápum.

Hún segir að Framkvæmdastjórnin hafi gefið raftækjaframleiðendum rúman tíma til að koma með eigin lausn á þessu en nú sé einfaldlega kominn tími til að grípa til lagasetningar.

Hugmyndir um að gera hleðslutæki fyrir síma og spjaldtölva eins hafa verið uppi á borðum í rúmlega áratug. Á þessum tíma hefur tegundum hleðslutækja fækkað úr 30 í þrjár en þrjár er of mikið að mati Framkvæmdastjórnarinnar. Hún leggur því til að í framtíðinni verði framleiðendum gert skylt að sjá til þess að hægt verði að hlaða alla farsíma, spjaldtölvur, heyrnartól, stafrænar myndavélar og þráðlausa hátalara með USB-C tengi. Það er nú þegar notað fyrir flesta Androidsíma.

Aðgerðir Framkvæmdastjórnarinnar eru högg fyrir Apple sem framleiðir sína eigin tegund af hleðslusnúrum fyrir vörur sínar. Fyrirtækið hefur haldið því fram að það að gera framleiðendum skylt að nota sömu gerð hleðslutækja geti haldið aftur af nýsköpun.

Ef frumvarp Framkvæmdastjórnarinnar verður samþykkt af aðildarríkjum ESB og þingi þess þá verður Apple að tryggja að hægt verði að hlaða raftæki frá fyrirtækinu með USB-C tengi í framtíðinni. Þetta lokar þó ekki á notkun hleðslutækja Apple því sími má vera með meira en eitt tengi til rafhleðslu.

Framkvæmdastjórnin segir að það að sama tegund hleðslutækja virki fyrir öll raftæki muni spara neytendum peninga því þeir geti keypt sér ný raftæki án þess að kaupa nýtt hleðslutæki. Þetta mun að auki minnka magn raftækjasorps í ESB um 1.000 tonn á ári en það er um 11.000 tonn á ári núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn