fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. september 2021 06:09

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið í Cumbre Vieja á La Palma á Kanaríeyjum vekur ákveðnar áhyggjur hjá sumum sérfræðingum. Þeir óttast að hluti af eldfjallinu hlaupi fram og út í sjó og komi af stað risaflóðbylgju sem gæti skollið á hlutum Bandaríkjanna og Evrópu og valdið miklu tjóni.

Cumbre Vieja fór að gjósa á sunnudaginn eftir 50 ára hlé. Flytja hefur þurft mörg þúsund manns á brott frá heimilum sínum nærri eldfjallinu og mikið eignatjón hefur orðið.

Fljótlega eftir að gosið hófst hófust vangaveltur hjá mörgu áhugafólki um eldfjöll og eldgos um hvort gosið geti endað með að eldfjallið hlaupi fram og komið risaflóðbylgju af stað sem gæti náð alla leið til Bandaríkjanna.

Newsweek segir að leit að orðum á borð við „tsunami“ og „megatsunami“ hafi aukist mjög í leitarvél Google. Á Twitter fór fólk að skrifa um hættuna á risaflóðbylgju sem gæti haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar.

Ekki eru taldar miklar líkur á að eldfjallið hlaupi fram og komi flóðbylgju af stað en líkurnar eru þó fyrir hendi. Ef svo færi myndi það valda risaflóðbylgju sem gæti náð að austurströnd Bandaríkjanna og sent margra metra háar öldur langt upp á land. Hún gæti einnig náð til stranda í Evrópu sem vísa í suður og vestur, þar á meðal Portúgals og Írlands. Flóðbylgjan yrði mun hærri þegar hún tæki land þar en í Bandaríkjunum.

Ástæðan fyrir þessu er að hlíðar Cumbre Vieja eru meðal bröttustu fjallshlíða á jörðinni og staðfest hefur verið að þær eru ótraustar. Það þarf því „kannski“ bara eldgos til að vestasti hluti hlíðarinnar hrynji í sjó fram og myndi risaflóðbylgju.

Berlingske hefur eftir Paul Martin Holm, eldfjallasérfræðingi við Kaupmannahafnarháskóla að með eldgosinu „hafi hættan á risaflóðbylgju aukist“. Hann sagði að reiknað hafi verið út að flóðbylgja, sem myndast við að eldfjallið hrynji fram í sjó, gæti orðið allt að 800 metra há í upphafi. „Þetta eru ekki fake news. Hættan er fyrir hendi,“ sagði hann.

Bandaríska flóðbylgjumiðstöðin NWSNTWC skrifar á heimasíðu sína að engin flóðbylgjuhætta sé á austurströndinni eins og staðan er núna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn