Ástæðan er meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum segir Bjørn Erik Thon, forstjóri stofnunarinnar. „Við teljum að meðferð persónuupplýsinga hafi í för með sér mikla hættu fyrir réttindi og frelsi notenda,“ segir hann.
Stofnunin skrifar einnig á heimasíðu sína að hún telji að með því að hún noti Facebook geti hún ekki uppfyllt persónuverndarkröfur ESB en Noregur fellur undir sömu kröfur og aðildarríki ESB.
Norska ríkisútvarpið segir að norska tækniráðið, sem veitir Stórþinginu og ríkisstjórninni ráðgjöf um nýja tækni, telji að þetta viðhorf persónuverndar muni hafa í för með sér að fleiri opinberir aðilar muni hætta að nota Facebook.