The Guardian segir að heróínið hafi verið geymt í tveimur gámum á Mundra hafnarsvæðinu í vesturhluta Indlands. Samkvæmt farmskrá átti að vera talk í gámunum.
Í öðrum gámnum voru tæplega tvö tonn af heróíni og í hinum tæplega 1 tonn. Heróínið er frá Afganistan en hafði komið til Indlands í gegnum Íran.
Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að nokkrir Afganar tengjast því en þeir hafa ekki verið handteknir.
Afganistan er stærsti framleiðandi heróíns í heiminum en 80-90% af heimsframleiðslunni koma þaðan. Heróínframleiðsla hefur aukist mjög þar í landi á síðustu árum og hafa Talibanar notið góðs af og geta nýtt sér ágóðann til að fjármagna baráttu sína.