fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Lögðu hald á 3 tonn af heróíni frá Afganistan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 08:01

Heróín. Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska lögreglan lagði nýlega hald á þrjú tonn af heróíni frá Afganistan. Tveir Indverjar voru handteknir vegna málsins. Söluverðmæti heróínsins er talið vera sem nemur um 350 milljörðum íslenskra króna.

The Guardian segir að heróínið hafi verið geymt í tveimur gámum á Mundra hafnarsvæðinu í vesturhluta Indlands. Samkvæmt farmskrá átti að vera talk í gámunum.

Í öðrum gámnum voru tæplega tvö tonn af heróíni og í hinum tæplega 1 tonn. Heróínið er frá Afganistan en hafði komið til Indlands í gegnum Íran.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að nokkrir Afganar tengjast því en þeir hafa ekki verið handteknir.

Afganistan er stærsti framleiðandi heróíns í heiminum en 80-90% af heimsframleiðslunni koma þaðan. Heróínframleiðsla hefur aukist mjög þar í landi á síðustu árum og hafa Talibanar notið góðs af og geta nýtt sér ágóðann til að fjármagna baráttu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn