Osrama, sem er með höfuðstöðvar í München, framleiðir meðal annars ljósaperur og ljós í bíla.
Talsmaður saksóknaraembættisins í Regensburg segir að maðurinn sé talinn hafa stolið gullflögum í 360 skipti og haft með sér út úr verksmiðju fyrirtækisins. Í heildina hafi þetta verið 67 kíló. Verðmæti þess er 2,3 milljónir evra miðað við gullverðið á þessum árum. Þetta svarar til um 350 milljóna íslenskra króna.
Maðurinn, sem er 41 árs, var að sögn saksóknara samstarfsfús í upphafi og játaði þjófnaðinn. Þá gekk hann laus. En dag einn hvarf samstarfsvilji hans algjörlega og hann sjálfur einnig. Að lokum tókst að hafa uppi á honum í fæðingarlandi hans, Rússlandi, og þar var hann handtekinn og síðan framseldur til Þýskalands.
Gullflögurnar, sem falla til í framleiðslunni, eru endurnýttar hjá Osram og eiga alls ekki að enda í vasa starfsmanna.