Axios skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni. Fram kemur að O‘Rourke muni tilkynna um framboð sitt síðar á árinu.
Matthew McConaughey, leikari, hefur einnig verið sagður íhuga framboð gegn Abbott sem er harðlínu Repúblikani. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu fyrir að hafa staðfest stranga fóstureyðingalöggjöf í Texas og nýjar reglur um kosningar í ríkinu en fæstum dylst að þeim er ætlað að koma í veg fyrir að minnihlutahópar á borð við svarta geti kosið en Demókratar njóta mikils stuðnings þessara minnihlutahópa.
Margir Demókratar hafa áhyggjur af hugsanlegu framboði McConaughey sem gæti að þeirra mati sótt mikið fylgi á miðjuna.
Abbott ætlar að bjóða sig fram í þriðja sinn en er ekki talinn standa vel að vígi í kjölfar þess að raforkukerfi ríkisins lagðist á hliðina í febrúar í miklu kuldakasti og fyrir andstöðu gegn sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Tæplega 62.000 Texasbúar hafa látist af völdum COVID-19