Á laugardaginn gekk 49 ára Þjóðverji inn á bensínstöð í Idar–Oberstein, sem er í vesturhluta Þýskalands, til að kaupa bjór. Hann notaði ekki andlitsgrímu eins og skylt er að gera samkvæmt sóttvarnarreglum í landinu. Þegar hann kom með bjórinn að afgreiðsluborðinu sagði tvítugur afgreiðslumaðurinn honum að það væri skylda að nota andlitsgrímu. Maðurinn yfirgaf þá bensínstöðina en kom aftur klukkustund síðar og setti aftur bjór á afgreiðsluborðið og tók grímuna niður. Afgreiðslumaðurinn benti honum aftur á að skylt væri að nota grímu. Þá dró maðurinn upp byssu og skaut afgreiðslumanninn í höfuðið.
Maðurinn var handtekinn í gær. Hann viðurkenndi að hafa skotið afgreiðslumanninn til bana. Kai Fuhrmann, saksóknari, segir að maðurinn hafi reiðst mjög þegar afgreiðslumaðurinn neitaði að selja honum bjór því hann væri ekki með andlitsgrímu.
Í yfirheyrslu hjá lögreglunni sagði maðurinn að „byrðar heimsfaraldursins, hefðu valdið því að hann skaut afgreiðslumanninn. Hann sagðist hafa talið sig vera undir miklum þrýstingi og hafi ekki séð neina aðra leið en að sýna ákveðið fordæmi með því að skjót afgreiðslumanninn.