fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Ástralar sakaðir um að vera með kolsvarta samvisku í umhverfismálum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. september 2021 11:00

Hér var verið að mótmæla kolanotkun. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameinuðu þjóðirnar eru ósáttar við Ástrala sem kjósa að líta fram hjá því tjóni sem vaxandi kolaútflutningur þeirra veldur. Margir Ástralar hafa áhyggjur af hvernig það muni fara með efnahag landsins ef kolaútflutningur leggst af og virðist það ekki hafa mikil áhrif á þá að mikill alþjóðlegur þrýstingur er á landið að draga úr kolavinnslu og kolanotkun nú í aðdraganda COP26 samningaviðræðnanna.

CNN skýrir frá þessu. „Hættið kolavinnslu, að öðrum kosti munu loftslagsbreytingarnar orsaka hörmungar í áströlsku efnahagslífi,“ sagði Selwin Charles Hart, loftslagsráðgjafi hjá SÞ, í beinni hvatningu til Ástrala.

En skýr skilaboð frá SÞ hafa ekki mikil áhrif á áströlsku ríkisstjórnina. „SÞ ættu ekki að skipta sér af þessu. Ástralar hafa í hyggju að halda kolavinnslu áfram töluvert lengur en til 2030,“ sagði Keith Pitt, orkumálaráðherra landsins, í yfirlýsingu.

Þessi opinbera afstaða ástralskra stjórnvalda til kolavinnslu þýðir að landið er að einangrast á alþjóðavettvangi því flest ríki heims vilja í vaxandi mæli grípa til aðgerða sem draga úr hnattrænni hlýnun. Kínverjar hafa lengi verið helstu loftslagsbandíttarnir en Ástralar eru nú að taka við þeim titli.

„Af þróuðu ríkjunum hefur Ástralía tekið sér stöðu í neðsta sæti hvað varðar umhverfismál. Landið verðu varla mjög sýnilegt í loftslagsviðræðunum,“ sagði Bas Eickhout, hollenskur þingmaður á Evrópuþinginu, í samtali við CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði